Yfir 1000 gestir í júní

júlí 3, 2023
Featured image for “Yfir 1000 gestir í júní”

Í júnímánuði heimsóttu ríflega 1100 gestir Safnahús Borgarfjarðar og er miki ánægja með þann uppgang sem á sér stað í safninu um þessar mundir.

Ýmislegt hefur verið um að vera það sem af er sumri; má þar nefna rappnámskeið fyrir börn sem haldið var af meðlimum úr Reykjavíkurdætrum, bókamarkaður og skiptimarkaður með plöntum og fræ, myndasýningar, fánasmiðja og fleira. Í júní kláraðist listasýning Sigthoru Odins, Hóflegar játningar og í lok mánaðarins opnaði þjóðbúningasýning í samstarfi við Margréti Skúladóttur, Spor eftir spor sem opin verður til 10. september nk.

Sumarlestur fyrir krakka er í fullum gangi og gott er að koma á bókasafnið meðan sumarveðrið lætur bíða eftir sér. Í dag byrjar myndasýning á vegum héraðskjalasafnins á myndum Júlíusar Axelssonar með yfirskriftinni Heimsókn. Búið er að taka saman myndir úr safnið Júlíusar þegar hann hefur farið í heimsóknir eða hann sjálfur sóttur heim.

Ævintýri fuglana sem um þessar mundir fagnar 10 ára sýningarafmæli hefur verið ágætlega sótt af ferðafólki í sumar. Það er því góð ástæða fyrir fjölskyldur að koma og kíkja í heimsókn í Safnahúsið.

Safnið er opið alla virka daga kl. 10.00- 17.00 og kl. 11.00 – 14.00 á laugadögum, frítt er inn fyrir alla.


Share: