Vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar

maí 6, 2015
Mikið fjölmenni var á tónleikum skólans í Safnahúsi á sumardaginn fyrsta
Nú eru vorverkin í Tónlistarskóla Borgarfjarðar í fullum gangi og hafa próf staðið yfir í skólanum síðustu dagana. Vikuna 11.-14. maí verða vortónleikar skólans og á tónleikunum munu nemendur einnig fá afhent prófskírteinin/viðurkenningarskjöl.
 
Vortónleikarnir (einkuknnaafhending) verða :
Mánudag 11. maí kl. 16:30 Forskólanemendur með samverustund í stofu 7 í Tónlistarskólanum Borgarnesi
Mánudag 11. maí kl. 17:00 Tónleikar í sal Tónlistarskólans Borgarnesi
Mánudag 11. maí kl. 20:00 Söngdeildartónleikar í Borgarneskirkju
Þriðjudag 12. maí kl. 17:00 Tónleikar í sal Tónlistarskólans Borgarnesi
Miðvikudag 13. maí kl. 17:00 Tónleikar í sal Tónlistarskólans Borgarnesi
Fimmtudag 14. maí (Uppstigningadag) Tónleikar í Logalandi kl. 14:00 og kl. 16:00
 
Nemendur sem stunda tónlistarnám í Borgarnesi og á Hvanneyri spila á tónleikum í Borgarnesi, en nemendur sem stunda tónlistarnám á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi spila í Logalandi. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.
Innritun nýrra nemenda í Tónlistarskóla Borgarfjarðar fyrir veturinn 2015-2016 verður nú með rafrænum hætti. Slóðin á umsóknareyðublað er: https://www.schoolarchive.net/school/AdmissionForm.aspx?orgId=32&periodId=
Skólastjóri veitir upplýsingar í síma 433 7190 og einnig hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið: tonlistarskoli@borgarbyggd.is
 
 

Share: