Þann 23. júní 2007 skrifaði Borgarbyggð undir samning við Landvernd um þátttöku sveitarfélagsins í umhverfisverkefninu „Vistvernd í verki”. Í framhaldi af því var íbúum sveitarfélagsins boðið að skrá sig í visthóp. Fulltrúar frá 20 fjölskyldum sem tekið hafa þátt í tveimur visthópum eru nú að ljúka sínum síðustu fundum. Stefnt er að því nýjir visthópar byrji í febrúar. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt eru hvattir til að skrá sig í afgreiðslu ráðhúss Borgarbyggðar í síma 433 7100.
Gefa þarf upp við skráningu nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer, netfang og fjölda heimilismeðlima.
Frekari upplýsingar veitir Björg Gunnarsdóttir, umhverfis- og kynningarfulltrúi Borgarbyggðar, netfang: bjorg@borgarbyggd.is