Virðing og góð samskipti á starfsstöðum Borgarbyggðar

september 21, 2021
Featured image for “Virðing og góð samskipti á starfsstöðum Borgarbyggðar”

Í starfsmannastefnu Borgarbyggðar segir að starfsmenn og stjórnendur eiga að vinna að því í sameiningu að stuðla að góðum starfsanda, þar sem ríkir traust, jafnræði og hreinskilni á milli starfsfólks. Starfsfólk skal sýna hver öðrum tilhlýðilega virðingu, umburðarlyndi og jákvætt viðmót. Ósæmileg framkoma í garð samstarfsfólks, svo sem einelti, áreitni, ofbeldi, kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnustöðum sveitarfélagsins líðst ekki. Meðvirkni starfsfólk í tilvikum þar sem starfsmaður verður uppvís af ósæmilegri hegðun er óásættanleg og er brugðist við slíkum málum strax í samræmi við viðbragðsáætlun. Jafnframt geta alvarleg eða endurtekin valdið áminningu og brottrekstri úr starfi.

Viðbragðsáætluninni er ætlað að styðja stjórnendur og starfsfólk í að fyrirbyggja og bregðast fljótt við hvers kyns óviðeigandi hegðun sem getur komið upp við mismunandi aðstæður. Viðbragðsáætlunin er verkferill sem byggður er á lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinustöðum, reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, stefnu Sambands íslenskra Sveitarfélaga og viðbragðsáætlun frá Vinnueftirliti Ríkisins.

Stjórnendur Borgarbyggðar hafa einsett sér að byggja upp góðan og jákvæðan starfsanda á öllum starfsstöðvum Borgarbyggðar og er þessi verkferill mikilvægur liður í þeirri vinnu. Á komandi mánuðum verður sérstök áhersla lögð á að fræða stjórnendur í þessum málaflokki svo þau séu í stakk búin að takast á við þessar aðstæður.

 

 


Share: