Vinnuskólinn í Borgarbyggð hófst í morgun

júní 7, 2010

Vinnuskóli Borgarbyggðar var settur í morgun í Félagsmiðstöðinni Óðali.
Í vinnuskólanum starfa 76 unglingar í 8. – 10. bekk eða 53 í Borgarnesi, 13 á Hvanneyri, 6 á Bifröst, 3 í Reykholti og 1 á Varmalandi.
Verkefni vinnuskólanns í sumar eru margvísleg og uppbyggjandi fyrir unglingana okkar sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum.
Meðal annars sjá þau um gróðursetningu og hirðun blómabeða, göngustígagerð, klippingu trjáa, rakstur á opnum svæðum svo eitthvað sé nefnt.
Starfsstöðvar eru fimm og er einn flokksstjóri á hverjum stað nema í Borgarnesi en þar eru flokksstjórarnir 4og hóparnir jafn margir á jafn mörgum stöðum í bænum.
Það er í mörg horn að líta og áhersla lögð á undirbúning svæða fyrir 17. júní hátíðarhöld, Brákarhátíð í enda júní og Unglingalandsmótið stóra um Verslunarmannahelgina. Biðjum við bæjarbúa um skilning og stuðning á þessum fyrstu dögum unga fólksins okkar í launaðri vinnu og eru allar ábendingar vel þegnar um starfið.
Allar upplýsingar um vinnuskólann er að finna á http://www.odal.borgarbyggd.is/vinnuskolinn/

 

Share: