Vinnuskólinn fegrar og bætir

júlí 3, 2007
Unglingarnir í Vinnuskóla Borgarbyggðar hafa verið að störfum víða um sveitarfélagið frá því í byrjun júní. Eitt helsta verkefni unglinganna í Borgarnesi undanfarna daga hefur verið að fegra og snyrta opið svæði við Böðvarsgötu, en það svæði hefur til langs tíma verið þyrnir í augum margra. Vinnuskólinn hefur nú gert göngustíga, þökulagt, kantskorið, hreinsað beð og fleira. Gert er ráð fyrir að næsta sumar verði gróðursett þar, leiktækjum komið fyrir, ásamt borðum og bekkjum.
 
Að sögn Sigurþórs Kristjánssonar verkstjóra Vinnuskólans hefur starfið gengið vel það sem af er sumri, þó svo að unglingarnir séu færri en undanfarin ár. Meðfylgjandi myndasyrpu af umbótunum við Böðvarsgötu tók Sigurþór.

Share: