Vinnuskólinn að enda

júlí 26, 2002
Nú er komið að því að unglingarnir í vinnuskólanum fari í langþráð sumarfrí eða þar til skóli hefst um 20 ágúst n.k.
Í dag kom Jafningafræðslan í heimsókn og var með frábæra dagskrá þar sem sérstaklega var komið inn á að efla sjálfsmynd unglinga og vitundarvakning gagnvart fordómum, einelti og vímuefnum.
Síðasta föstudag var svo árlegt ferðalag vinnuskólans þar sem farið var í heimskókn upp í Húsafell. Farið var í Surtshelli, á hestbak, í golf og sundlaugin skoðuð. Í næstu viku verður unnið í Einkunnum við að laga göngustíga og rjóður eins og í fyrra.

Share: