Um sextíu ungmenni taka þátt í Vinnuskólanum í sumar. Í annað skiptið er nemendum í 7. bekk boðin vinna í sumar og er helmingur þátttakenda á þeim aldri. Að öðru leyti er Vinnuskólinn fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Vinnan felst aðallega í fegrun og snyrtingu opinna svæða, námi í grunnatriðum við almenna vinnu, stundvísi, meðferð og frágang áhalda og tækja ásamt þjálfun í að fara eftir fyrirmælum og samstarfi. Umsögn er gefin í lok Vinnuskólans.