Vinnuskóli Borgarbyggðar auglýsir eftir fólki til starfa í sumar en vinnuskólinn er ætlaður unglingum í 8. – 10. bekk grunnskóla. Vinnuskólinn starfar frá 6. júní til 3. ágúst og til boða er 4 vikna vinna fyrir hvern og einn ungling og velja þau sér sínar vinnuvikur. Starfstöðvar eru í Borgarnesi, á Hvanneyri, í Reykholti og á Bifröst.
Allir sem sækja um vinnu þurfa að kynna sér reglur vinnuskólans. Umsækjendur þurfa að vera með lögheimili í Borgarbyggð. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Ráðhúss Borgarbyggðar Borgarbraut 14.
Sjá auglýsingu hér.