Vinna við markaðsstefnumótun hafin hjá Borgarbyggð

febrúar 7, 2020
Featured image for “Vinna við markaðsstefnumótun hafin hjá Borgarbyggð”

Síðastliðið haust var ákveðið að ganga til samstarfs við markaðsráðgjafafyrirtækið Manhattan við gerð markaðsstefnumótunar fyrir Borgarbyggð. Vinnan hófst í desember síðastliðnum og áætlað er að henni ljúki á vormánuðum 2020.

Verkefnið felst í því að búa til heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Borgarbyggð sem spennandi stað til að búa á, reka fyrirtæki og sækja heim. Í ferlinu er lögð áhersla á aðkomu og þátttöku íbúa, fyrirtækja og hagsmunaaðila í sveitarfélaginu, meðal annars í gegnum einstaklingsviðtöl, rýnihópa og opna fundi sem verða auglýstir síðar.

Við lok vinnunnar á að liggja fyrir heildstæð markaðsgreining, markaðsleg stefnumótun og markaðs- og aðgerðaráætlun fyrir Borgarbyggð.


Share: