Blær vináttubangsi kom úr sumarfríi á miðvikudaginn. Það var Darri Atlason flugmaður og pabbi Daða á Ólátagarði sem „kom með Blæ í flugvél“ alla leið frá Ástralíu, að auki fengu ný börn á Kattholti og Sjónarhóli lítinn Blæ til eignar sem þau munu geyma hér og nota í leikskólastarfinu. Börnin á báðum deildum fengu kort með heim til að kynna fyrir foreldrum sínum hvað vináttuverkefnið gengur út á. Barnaheill er að útbúa efnið fyrir yngri börn og verður það tekið í notkun á Ólátagarði þegar það er tilbúið.