Vígsla Faxaborgar

mars 9, 2010
Unga kynslóðin sýndi listir sínar.
Síðastliðinn sunnudag var reiðhöllin í Borgarnesi formlega tekin í notkun og henni gefið nafnið Faxaborg. Gestir voru fjölmargir en áætlað er að vel á fjórða hundrað manns hafi komið í höllina. Ingi Tryggvason setti hátíðina og stjórnaði henni. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason flutti húsblessun og Kristján Gíslason fór yfir byggingarsöguna. Meðal gesta sem ávörpuðu samkomuna og fluttu hestamönnum góðar óskir voru þeir Páll Brynjarsson sveitarstjóri, Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamanna, Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra og Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Hestamannafélagið Snæfellingur gaf peningaupphæð til tækjakaupa. Í hléi gæddu gestir sér á kjötsúpu í boði Gæðakokka. Börn og unglingar úr Faxa og Skugga sýndu færni sína á hestum, boðið var upp á töltsýningu og sýndir tveir stóðhestar þeir Sólon frá Skáney og Glymur frá Innri – Skeljabrekku. Allar þessar sýningar tókust vel og glöddu viðstadda. Til hamingju hestamenn!
 

Share: