Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að einn dag í mánuði verði sveitarstjórnarfulltrúar með sérstaka viðtalstíma þar sem íbúum gefst kostur á að koma og ræða málefni sem snerta sveitarfélagið.
Næsti viðtalstími verður miðvikudaginn 17. október og verða sveitarstjórnarfulltrúarnir Torfi Jóhannesson, Finnbogi Rögnvaldsson og Sveinbjörn Eyjólfsson til viðtals fyrir íbúa Borgarbyggðar á milli kl. 17,oo og 19,oo á skrifstofunni að
Litla-Hvammi í Reykholti.
Íbúar eru hvattir til að notfæra sér þessa viðtalstíma.
Hægt er að panta tíma innan ofangreinds tíma í síma 433-7100.
Skrifstofustjóri.