Viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa í Borgarbyggð

nóvember 28, 2007
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að einn dag í mánuði verði sveitarstjórnarfulltrúar með sérstaka viðtalstíma þar sem íbúum gefst kostur á að koma og ræða málefni sem snerta
sveitarfélagið. Nú hafa slíkir viðtalstímar verið haldnir tvisvar og þeir mælst mjög vel fyrir.
Næsti viðtalstími verður miðvikudaginn 28. nóvember og verða sveitarstjórnarfulltrúarnir Ingunn Alexandersdóttir, Haukur Júlíusson og Finnbogi Leifsson til viðtals fyrir íbúa Borgarbyggðar á milli kl. 17,oo og 19,oo í Ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Íbúar eru hvattir til að notfæra sér þessa viðtalstíma.
Hægt er að panta tíma innan ofangreinds tíma í síma 433-7100.
 
 

Share: