Viðræðum um uppbyggingu vestan Borgarvogs hætt

október 14, 2007
Forsvarsmenn Eyktar ehf. og sveitarstjórn Borgarbyggðar hafa ákveðið að hætta viðræðum um uppbyggingu í landi Borgarbyggðar vestan Borgarvogs að svo stöddu. Þetta var staðfest á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í síðastliðinni viku. Aðilar eru sammála um að viðræður hafi verið góðar þrátt fyrir að þær hafi ekki leitt til samkomulags.
Forsaga málsins er sú að lögð var inn formlega beiðni frá forsvarmönnum Eyktar ehf. til sveitarstjórnar Borgarbyggðar í febrúar 2007 um að fyrirtækið fengi að kaupa 50-60 hektara af landi í eigu sveitarfélagsins vestan Borgarvogs. Áætlað var að byggja þar allt að 600 íbúðir á næstu 10 -12 árum.
Þó þessum viðræðum sé lokið núna þá væntir sveitarstjórn Borgarbyggðar og forsvarsmenn Eyktar ehf. mikils af samstarfi sín á milli við uppbyggingu í Borgarbyggð á komandi árum eins og segir í bókun sveitarstjórnar frá 11. október 2007.
 
Mynd: Ragnheiður Stefánsdóttir.

Share: