Frá framkvæmdum við Ugluklett í Borgarnesi |
Staða nýframkvæmda
Búið er að semja við Borgarverk, að undangengnu útboði, um gatnagerð við Bjargsland II og Selás í Borgarnesi og gatnagerð á Varmalandi.
Auglýst hefur verið eftir tilboðum í gatnagerð við Skólaflatarhverfi á Hvanneyri.
Frestað hefur verið að klára yfirborðsfrágang við Arnarklett í Borgarnesi og á eyju milli þjóðvegar og Digranesgötu. Í báðum tilvikum er um að ræða beiðni frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna fyrirhugaðra framkvæmda við útrásir í Borgarnesi.
Lokið er framkvæmdum við gatnagerð við Ugluklett og gamla miðbænum í Borgarnesi. Ekki hefur verið hægt að malbika hluta Skúlagötu vegna viðgerða á “gamla mjólkursamlaginu”.
Lokið er við að leggja gangstétt við plan á Þorsteinsgötu. Því verki er því lokið utan yfirborðsmerkinga.
Þá má nefna að verið er að byrja á framkvæmdum við gervigrasvelli á Hvanneyri og Bifröst.