Viðbygging og endurbætur á Grunnskólanum í Borgarnesi

mars 15, 2017
Featured image for “Viðbygging og endurbætur á Grunnskólanum í Borgarnesi”

Viðbygging og endurbætur á Grunnskólanum í Borgarnesi

Kynningarfundur 20. mars kl.20.00 í Hjálmakletti

Boðað er til opins íbúafundar með hönnuði viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi. Einnig verða endurbætur á núverandi húsnæði kynntar.

Undirbúningur er hafinn að byggingu mötuneytis og salar í viðbyggingu við skólann. Einnig verður ráðist í verulegar endurbætur á núverandi húsnæði á næstu árum.

Orri Árnason arkitekt við Zeppelin arkitektastofu kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir og situr fyrir svörum.

Á fundinum verða einnig sýndar eftirfarandi skipulagsbreytingar sem er hægt að nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar:

https://borgarbyggd.is/thjonusta/umhverfis-og-skipulagssvid/skipulagsmal/

  1. Grunnskólinn í Borgarnesi – óveruleg breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022.
  2. Grunnskólinn í Borgarnesi – nýtt deiliskipulag

Sveitarstjórn Borgarbyggðar


Share: