Vel heppnuð Brákarhátíð

júlí 1, 2013
Brákarhátíðin 2013 fór fram í blíðskaparveðri um síðustu helgi. Skreytingar í gulum, rauðum og bláum hverfum settu svip sinn á umhverfið. Auk þess að skreyta og gera sínar götur glæsilegar höfðu íbúar tekið til hendinni þannig að allt var fágað og fínt. Víða mátti finna ilmandi matarlykt á föstudagskvöldið þegar íbúar söfnuðust saman í sínum hverfum og grilluðu og nutu samverunnar. Á laugardag voru fjölbreytt dagskrá í boði í Borgarnesi þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Brákarhátíðin 2013 heppnaðist einstaklega vel og var íbúum, Neðribæjarsamtökunum og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til sóma. Borgarbyggð þakkar öllum þessum aðilum fyrir að hafa gert Brákarhátíðina 2013 að frábærri skemmtun.
Meðfylgjandi myndir tók Ásthildur Magnúsdóttir af keppni í leðjubolta.
 
 

Share: