Vel heppnaður hamingjudagur

mars 21, 2018
Featured image for “Vel heppnaður hamingjudagur”

Edda Björgvinsdóttir leikkona hélt fyrirlestur um gleði og hamingju í Hjálmakletti fyrir íbúa Borgarbyggðar á sjálfan hamingjudaginn 20. mars sl. Heppnaðist fyrirlesturinn afar vel og mættu yfir 100 manns. Markmiðið með þessum fyrirlestri er að auka hamingju einstaklinga og gera gott bæjarfélag enn betra, styrkja tengsl og stuðla að góðri líðan íbúa Borgarbyggðar. Hér má nálgast glærur Eddu.

Borgarbyggð (ath: stórt skjal)

Edda Björgvins hefur unnið með húmor og hlátur sem hamingjuaukandi afl, skrifað meistararitgerð um húmor í stjórnun og hefur nýverið lokið diplómanámi á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði þar sem bættust við fjölmörg verkfæri í „hamingju-skjóðuna“.

Edda lagði áherslu á að mikilvægt sé að gera sér far um að koma auga á hið spaugilega og hið hugljúfa í kring um okkur og að leyfa sér að brosa a.m.k tíu sinnum á dag. Gleðiæfingar Eddu má nálgast hér.  GrafalvarlegarGLEÐIÆFINGAR.2017(1) (2)


Share: