Vel heppnað menntaþing

apríl 23, 2013
Síðastliðinn föstudag 19. apríl, var haldið Menntaþing í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þátttakendur á þinginu voru starfsmenn allra skólastofnana í Borgarbyggð.Á þinginu, sem um 200 manns sátu, var m.a. rætt um hvar sameiginleg tækifæri leynast og dregið fram það samstarf sem þegar er í gangi milli skólanna. Þar gafst skólastarfsfólki, foreldrafulltrúum og sveitarstjórnarmönnum tækifæri til að ræða um samstarf, möguleika til samvinnu og að kynnast hvort öðru. Dagskrá þingsins var með léttu sniði, nemendur og kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar sungu og léku á hljóðfæri, menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, flutti ávarp og Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri kynnti skólasamfélagið Borgarbyggð.
Þátttakendur skiptust í hópa og ræddu um samstarf og fleiri tækifæri til samvinnu. Nemendur í Dansskóla Evu Karenar sýndu dans og í lokin sungu allir viðstaddir saman Menntaþingssönginn 2013 af gleði og krafti, en Theodóra tónlistarskólastjóri gerði texta um menntaþingið við lagið Tondeleyó:
 
Skólastofnanir í Borgarbyggð voru með opið hús á föstudagsmorguninn og fengu gestir að kynnast starfinu sem þar er unnið.
Skipuleggjendur þingsins voru mjög ánægðar með hvernig til tókst og vonast til að þingið muni skilja eftir fjölbreytt safn hugmynda um mögulega samstarfsfleti til framtíðar.
 
Meðfylgjandi myndir tóku Ásthildur Magnúsdóttir og Helena Guttormsdóttir.
 

Share: