Veisla á Vesturlandi – Fundur í Landnámssetrinu í Borgarnesi.

mars 7, 2008
Miðvikudaginn 12. mars næstkomandi verður haldinn stofnfundur Matvælaklasa Vesturlands. Fundurinn verður í Landnámssetrinu í Borgarnesi og hefst kl. 13:00.
Á fundinn kemur Friðrik V, eigandi samnefnds veitingastaðar á Akureyri og einn forvígsmanna ,,Matur úr héraði“ hreyfingarinnar fyrir norðan. Einnig Guðmundur H. Gunnarsson, starfsmaður Matís á Höfn í Hornafirði og verkefnisstjóri matvælaklasa Austurlands. Þá verða kynningar frá Laufeyju Steingrímsdóttur og Torfa Jóhannessyni.
Á fundinum er ætlunin að stofna með formlegum hætti samtök matvælaframleiðenda á Vesturlandi og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að mæta.

Share: