Í Borgarnesi hófust hátíðarhöldin með íþróttahátíð. Andlitsmálning var í boði áður en skrúðgangan hélt af stað frá Borgarneskirkju í Skallagrímsgarð.
Hátíðar- og skemmtidagskráin hófst með ræðu
sveitarstjóra sem bauð Steinunni Pálsdóttir umsjónarmanni Skallagrímsgarðs að
taka fyrstu sneiðina af Lýðveldisköku í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins í
boði forsætisráðuneytisins í samstarfi við Landssamband bakarameistara.
Síðan tóku við tónlistar- og skemmtiatriði fram eftir degi. Víða mátti sjá akstur fornbíla og bifhjóla fyrir og á
meðan á dagskrá stóð.
Víða í sveitarfélaginu var dagurinn haldinn
hátíðlegur. Má nefna að á Hvanneyri stóð UMF Íslendingur skrúðgöngu og
hátíðarhöldum með leikjum. Í Reykholtsdal var haldin hátíðarmessa í Reykholti og
haldinn hangikjötsveisla með hátíðardagskrá í Logalandi.
Í Lindartungu stóðu Ungmennafélagið Eldborg og Kvenfélagið Björk að hátíðinni og boðið var upp á veitingar og ýmsir kappleikir stundaðir. Í Lundarreykjadal sá Ungmennafélagið Dagrenning um hátíðardagskrá með bátakeppni við ármót Grímsár og Tunguár, kaffistund í Brautartungu, leiki og víðavangshlaup. Í félagsheimilinu Brúarási var vel sótt kökuhlaðborð.