Í ljósi reynslunnar hefur verið tekin ákvörðun um að breyta opnunardögum og opnunartímum í Félagsmiðstöðinni Hosiló á Varmalandi. Til að koma til móts við þarfir unglinga á Bifröst hefur einnig verið komið á kvöldopnun í Gauknum, aðstöðu unglinga þar.
Allir unglingar í Hosiló eru hvattir til að nota félagsmiðstöðina bæði þegar opið er á daginn í Þinghamri og á kvöldin í Gauknum Bifröst.
Starfsmaður er Andrea Davíðsdóttir
Sími starfsmanns er: 868-3531
Opið í Hosíló:
Mánudaga og miðvikudaga frá kl. 15.00 – 18.00.
Opið í Gauknum:
Þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld frá kl. 20.00 – 22.00.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hvetur nú alla unglinga í Varmalandsskóla til að mæta vel í félagsmiðstöðvarstarfið svo að það mikilvæga starf sem unnið er í félagsmiðstöðvum sveitarfélagsins nái að blómstra.