Úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi

mars 3, 2017
Featured image for “Úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi”

Niðurstöður úttektar Evrópumiðstöðvar um menntun án aðgreiningar á Íslandi var kynnt í Safnahúsinu við Hverfisgötu fimmtudaginn 2. mars sl. Úttektin nær til leik-, grunn-, og framhaldsskólastiga þar sem kannað er hvernig til hefur tekist við innleiðingu hugmyndafræðinnar um menntun án aðgreiningar. Aldrei hefur áður verið gerð jafn heildstæð úttekt sameiginlega fyrir þessi þrjú skólastig. Fór úttektin fram í fimm sveitarfélögum, m.a. í Borgarbyggð. Náði úttektin til allra hagsmunaaðila skólasamfélagsins, þ.e. til nemenda og fjölskyldna þeirra, starfsfólks skóla, skólaþjónustu og stoðþjónustu hvers konar, rekstraraðila skóla, samtaka kennara, kennaramenntunarstofnana og ráðuneyta.

Markmið úttektarinnar var að styðja við ákvarðanatöku um innleiðingu og framkvæmd stefnunnar um menntun án aðgreiningar með sannreyndri þekkingu og stuðla jafnframt að víðtæku sjálfsmati innan menntakerfisins auk þess að styðja við langtímaþróun menntastefnu á Íslandi.

Í úttektinni er lagt til að byrjað verði á að skoða þrjár forgangsaðgerðir eða lyftistangir (Critical Levers) sem útfærðar verða í nánu samstarfi við samstarfsaðila en með því eru sköpuð mikilvæg skilyrði fyrir frekari þróun á menntun án aðgreiningar hér á landi.

Í fyrsta lagi er að hvatt er til umræðna meðal þeirra sem vinna að menntamálum um það hvernig best verði staðið að menntun án aðgreiningar. Í öðru lagi að fram fari athugun og endurskoðun á núverandi reglum um fjárveitingar til skólakerfisins. Í þriðja lagi að gert verði samkomulag um viðmið um lágmarksþjónustu til stuðnings menntunar án aðgreiningar í öllum skólum.

Hér fyrir neðan má finna samantekt um helstu atriði lokaskýrslunnar, lokaskýrsluna sjálfa og viðauka hennar.
Final-report_External-Audit-of-the-Icelandic-System-for-Inclusive-Education
Samantekt_Úttekt á stefnu um menntun án aðgreiningar

Annex-1.-External-Audit-Methodology
Annex-2.-Critical-Reflection-Document
Annex-3.-Desk-Research-Report
Annex-4.-Fieldwork-Illustrative-Evidence-Report–2-
Annex-5.-Eco-Maps-Analysis-Report–1-
Annex-6.-On-line-Survey-Analysis-Report–1-


Share: