Útstrikanir á framboðslistum í Borgarbyggð

júní 1, 2010
 
Skv. lögum um kosningar til sveitarstjórna geta kjósendur breytt nafnaröð á þeim lista sem þeir kjósa eða strikað yfir nafn frambjóðanda ef kjósandinn vill hafna þeim frambjóðanda.
Við sveitarstjórnarkosningarnar í Borgarbyggð 29. maí s.l. var nokkuð um að kjósendur nýttu þennan rétt sinn og strikuðu yfir nöfn ákveðinna frambjóðenda eða breyttu röð þeirra.
Á A-lista var strikað yfir 15 nöfn en röð frambjóenda ekki breytt. Á B-lista var strikað yfir 5 nöfn og röð frambjóðenda breytt á þremur kjörseðlum. Á D-lista var strikað yfir 14 nöfn og röð frambjóðenda breytt á tveimur kjörseðlum. Á S-lista var strikað yfir 9 nöfn og röð frambjóðenda breytt á tveimur kjörseðlum. Á V-lista var strikað yfir 12 nöfn og röð frambjóðenda breytt á fimm kjörseðlum.
Nánari skipting útstrikana innan listanna var þessi:
 
Á A-lista fékk Guðmundur Skúli Halldórsson 3 yfirstrikanir og Hjörtur Dór Sigurjónsson, Sigríður Edda Wiium, Svanhvít Pétursdóttir, Erlendur Eiríksson, Eiður Sigurðsson, Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, Einar Örn Einarsson, Birgir Nikulásson, Brynja Baldursdóttir, Sigríður Herdís Magnúsdóttir, Hjálmar Guðjónsson, Svanfríður Linda Jónasdóttir, Einar Trausti Sveinsson og Hjalti Sigurðarson 1 útstrikun hvert.
Á B-lista fékk Sveinbjörn Eyjólfsson 14 útstrikanir, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir og Finnbogi Leifsson 4 útstrikanir hvort og Jenný Lind Egilsdóttir og Heiðar Lind Hansson 1 útstrikun hvort.
Á D-lista fékk Dabjartur Ingvar Arilíusson 42 útstrikanir, Björn Bjarki Þorsteinsson 24 útstrikanir, Jónína Erna Arnardóttir og Hildur Hallkelsdóttir 8 útstrikanir hvor, Hulda Hrönn Sigurðardóttir 6 útstrikanir, Þórvör Embla Guðmundsdóttir 3 útstrikanir, Eiríkur Jónsson, Sigurður Guðmundsson og Lee Ann Maginnis 2 útstrikanir hvert og Margrét G. Ásbjarnardóttir, Heiða Dís Fjeldsted, Kolbrún Anna Örlygsdóttir, Þórhallur Bjarnason og Torfi Jóhannesson fengu 1 útstrikun hvert.
Á S-lista fengu Magnús Þorgrímsson og Guðrún Vala Elísdóttir 4 útstrikanir hvort, Geirlaug Jóhannsdóttir, Þór Þorsteinsson og María Júlía Jónsdóttir 3 útstrikanir hvert, Jóhannes F. Stefánsson og Anna María Sverrisdóttir 2 útstrikanir hvort og Magnús S. Snorrason og Kristján J. Pétursson 1 útstrikun hvor.
Á V-lista fékk Ragnar Frank Kristjánsson 10 útstrikanir, Friðrik Aspelund 6 útstrikanir, Finnbogi Rögnvaldsson 2 útstrikanir og Albert Guðmundsson, Steinunn Pálsdóttir, Stefán Ingi Ólafsson, Svanhildur Björk Svansdóttir, Anna Berg Samúelsdóttir, Björk Harðardóttir, Edda Magnúsdóttir, Guðbrandur Brynjúlfsson og Vigdís Kristjánsdóttir 1 útstrikun hvert.

Share: