|
Magnús Árni |
Síðastliðinn laugardag voru 80 háskólanemar brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn. Nemendur útskrifuðust af viðskiptadeild, félagsvísindadeild og úr lagadeild. Við útskriftina lét Ágúst Einarsson af störfum sem rektor skólans en við tók Magnús Árni Magnússon. Magnús Árni er skólanum vel kunnugur en hann var aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst á árunum 2001-2006.