Útskrift starfsmanna í leikskólanum Uglukletti

júní 25, 2021
Featured image for “Útskrift starfsmanna í leikskólanum Uglukletti”

Borgarbyggð hefur í gegnum tíðina stutt starfsmenn Borgarbyggðar sem stunda nám eða hafa hug á að stunda nám á skólaliðabraut í framhaldsskóla, háskólanám til leikskóla-, grunnskóla-, íþrótta- eða tónlistarkennaraprófs eða framhaldsnám á háskólastigi. Styrkurinn felst í því að starfsmenn halda launum þann tíma sem þeir sækja staðbundnar námslotur og vettvangsnám.

Það er skemmst frá því að segja að fimm starfsmenn Ugluklettar útskrifuðust á þessari önn með mastersgráðu samhliða vinnu og með stuðning Borgarbyggðar. Einn starfsmaður útskrifaðist með mastersgráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst í febrúar sl. Þrír starfsmenn útskrifuðust í júní eftir átta ára skólagöngu með mastersgráðu í leikskólakennarafræði frá Háskólanum á Akureyri. Þær hafa fylgst að saman í gegnum menntaskóla og fimm ára háskólanám. Einn stafsmaður útskrifaðist síðan með mastersgráðu í sérkennslufræðum og skóla margbreytileikans frá Háskóla Íslands sl. helgi.

Við óskum starfsmönnum til hamingju með árangurinn.


Share: