Útskrift slökkviliðsmanna í fyrsta skipti

júní 9, 2021
Featured image for “Útskrift slökkviliðsmanna í fyrsta skipti”

23 slökkviliðsmenn Slökkviliðs Borgarbyggðar útskrifast í dag, 9. júní kl. 17:00 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti.

Nemendur hafa lokið námi sem slökkviliðsmenn og geta í framhaldi sótt um löggildinu sem slíkir. Þetta er fyrsti hópur nemenda sem Slökkvilið Borgarbyggðar útskrifar eftir að hafa fengið viðurkenningu Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar til þess að annast fræðslu, kennslu og þjálfun sinna manna í sveitarfélaginu samkvæmt námsskrá og stöðlum Brunamálaskóla HMS.

Borgarbyggð óskar útskriftarhópnum til hamingju með glæsilegan árangur.


Share: