Útivistar notið í blíðviðri

júlí 2, 2007
Veðrið hefur leikið við flesta Íslendinga undanfarna daga. Við í Borgarbyggð höfum ekki farið varhluta af því. Þegar veðrið er svona gott sést enn betur en ella hversu miklir afþreyingamöguleikar eru í héraðinu. Náttúran sjálf spilar þar stærstan hlut með alla sína dali, fjöll, fjörur, fossa og fleira og fleira. Sagan hefur líka mikið aðdráttarafla á gesti, bæði innlenda sem erlenda. Þá hefur mikið verið að gera í öllum sundlaugum sveitarfélagsins; í Borgarnesi, á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum. Mjög margir nýta sér golfvellina og ferðaþjónustan blómstrar. Skallagrímsgarður í Borgarnesi nýtur líka mikilla vinsælda og voru meðfylgjandi myndir teknar í gær, sunnudag, þegar nokkrar “gamlar” bekkjarsystur úr Borgarnesi komu saman með fjölskyldur sínar og spiluðu kubb og fleira.
 

Share: