Útivistardagur Borgarbyggðar verður haldinn laugardaginn 7. júní og þann dag verður ýmislegt í boði á vegum sveitarfélagsins. M.a. morgunverður í Skallagrímsgarði, kastnámskeið við Álatjörn, opið hús í hjá skátunum í Flugu, tíunda landnámsvarðan afhjúpuð, kynningarbæklingur um Einkunnir gefin út, opið grill, gönguferð um Einkunnir undir leiðsögn, gönguferð um skóginn í Reykholti undir leiðsögn, kynning hjá Slökkviliðinu í Borgarnesi og í Reykholti, nýr slökkviliðsbíll afhentur, teymt undir börnum við hesthúsahverfi Skugga, opnun ljósmyndasýningar og fyrsti dagur almennrar opnunar á sýningunni ,,Börn í 100 ár“.
Mynd: Finnur Torfi Hjörleifsson