Útihátíð hjá yngstu bekkjum Grunnskóla Borgarness

maí 23, 2007
Nemendur úr 1.-3. bekk Grunnskóla Borgarness buðu upp á skemmtidagskrá í Skallagrímsgarði í hádeginu í dag. Hver bekkur var með skemmtiatriði sem fól í sér leik, söng og fróðleik. Fjölmenni var í garðinum í blíðskapar veðri og þótti þetta framtak krakkanna og skólans mjög gott. Meðfylgjandi myndir tók Guðrún Hulda Pálmadóttir. Með því að „klikka“ á myndina er hægt að stækka þær.
 
 

Share: