Úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands 19. júní

júní 21, 2016
Featured image for “Úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands 19. júní”

Þann 19. júní s.l. var úthlutað styrkjum úr jafnréttissjóði Íslands í fyrsta sinn. Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar hlaut þar styrk að upphæð 1 millj. kr. til verkefnis sem ber heitið:

„Ekki vera yfir aðra hafin, né undir aðra gefin heldur standa jafnfætis öðrum“

Meginmarkmið verkefnisins er að efla sjálfsmynd drengja og stúlkna í skólum Borgarbyggðar. Áhersla verði lögð á að vinna sérstaklega með fimm, tíu og fimmtán ára drengi og stúlkur. Mótuð verða námskeið sérsniðin annars vegar að drengjum og hins vegar að stúlkum sem haldin verða árlega. Tilgangur námskeiðanna er að vinna sérstaklega með sjálfsmynd drengja með námsefni sem hæfir drengjum. Einnig að vinna sérstaklega með sjálfsmynd stúlkna með námsefni sem hæfir stúlkum.


Share: