Nanna Einarsdóttir |
Minningarsjóður Þorvalds Finnbogasonar stúdents var stofnaður af foreldrum hans, Sigríði Eiríksdóttur og Finnboga Rúti Þorvaldssyni, fyrrverandi forseta verkfræðideildar Háskóla Íslands, á 21 árs afmæli Þorvalds, þann 21. desember 1952. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilega stúdenta til framhaldsnáms í verkfræði.
Stjórn sjóðsins skipa frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.