Úthlutað úr Menningarsjóði Borgarbyggðar 2009

mars 18, 2009
Stjórn menningarsjóðs Borgarbyggðar úthlutaði úr sjóðnum á fundi sínum þann 11. mars s.l. Eins og venjulega var lögð áhersla á grasrótarstarf í héraði við skoðun á umsóknum, en þær voru alls 31 talsins og hljóðuðu upp á 15 milljónir. Úthlutað var kr. 2.800 til 20 styrkhafa en þetta árið voru engin heiðursveðlaun veitt vegna aðhalds í rekstri. Nánar um styrkúthlutanir má sjá í fundargerð stjórnar sjóðsins hér.
 
 
Ljósmynd:úr „Hinum guðdómlega gleðileik“ sem uppfærður var af íbúum í Borgarbyggð í desember s.l. Á myndinni má sjá Gísla Einarsson í hlutverki Heródesar. Ljósmynd: Ragnheiður Stefánsdóttir.

Share: