Útboð og fréttir af framkvæmdum

apríl 24, 2007

Búið er að bjóða út gatnagerð í Borgarnesi sem tekur til nýs hverfis í Bjargslandi ásamt framlengingu Hrafnakletts, framlengingu á götu í hestahverfinu, götu að Kárastöðum auk göngustígs frá Bjargslandi að Hamri.

Tvö tilboð bárust. Lægsta tilboð var kr. 99.889.600 sem var um 70% af kostnaðaráætlun. Nú liggja á skrifstofu ráðhússins útboðsgögn vegna gatnagerðar á Varmalandi. Fljótlega munu síðan gögn vegna gatnagerðar við Hvanneyri liggja fyrir. Ennfremur munu fljótlega liggja fyrir útboðsgögn varðandi sparkvelli á Hvanneyri, Bifröst og Laugagerðisskóla
 
Rétt er að benda á að ýmis verk eru í gangi og sumum nýlokið. Gatnagerð við Stekkjarholt er lokið utan yfirborðsfrágangs sem verður væntanlega á næsta ári, gatnagerð við Ugluklett er nánast lokið utan yfirborðsfrágangs, gatnagerð er í gangi við Brákarsund, Vallarás. Stefnt er að malbika plan við Þorsteinsgötu í júní á þessu ári.
 
Fyrir liggur heildaráætlun frá framkvæmdarsviði um viðgerðir á gangstéttum og götum í þéttbýliskjörnum Borgarbyggðar. Fljótlega mun liggja fyrir áfangaskipting á þeim viðgerðum.
 
Til áréttingar er rétt að benda á að malbikun við Brákarbraut og Bjarnabraut misfórst og mun verktaki bæta úr því við fyrsta hentuga tækifæri.
 
 
Sigurður Páll Harðarson
Forstöðumaður framkvæmdasviðs
Borgarbyggðar.
 

Share: