Útboð

júní 18, 2013
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í tæmingu rotþróa í Borgarbyggð 2013 – 2017.
Verkið felst í hreinsun rotþróa við lögbýli og aðra staði í sveitarfélaginu og flutning á seyru til förgunar. Heildarfjöldi rotþróa sem hreinsa skal á samningstíma er um 1.600 stk. Verktaki skal einnig staðsetja allar rotþrær með GPS.
Útboðsgögn verða til afhendingar í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi og hjá EFLU verkfræðistofu, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík frá og með 18. júní 2013 gegn skráningu á samskiptaaðila bjóðanda í útboði.
Tilboð verða opnuð 10. júlí 2013 ‚ kl. 11:00, í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
 

Share: