Úrslit sveitarstjórnakosninganna

maí 28, 2006
Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í sameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps voru þessi.
 
Á kjörskrá voru 2.500 manns og atkvæði greiddu 1925 sem er 77% kjörsókn.
 
Atkvæði féllu þannig:
B- listi Framsóknarflokks fékk 599 atkvæði og 3 menn kjörna.
D- listi Sjálfstæðisflokks fékk 675 atkvæði og 3 menn kjörna.
L-listi Borgarlista fékk511 atkvæði og 3 menn kjörna.
 
Auðir seðlar og ógildir voru 140
 
Samkvæmt því verða eftirtalin í næstu sveitarstjórn:
Af B-lista Sveinbjörn Eyjólfsson, Jenný Lind Egilsdóttir og Finnbogi Leifsson
Af D-lista Björn Bjarki Þorsteinsson, Torfi Jóhannesson og Ingunn Alexandersdóttir.
Af L-lista Finnbogi Rögnvaldsson, Sigríður Björk Jónsdóttir og Haukur Júlíusson.
 
Samhliða sveitarstjórnarkosningunum fór fram skoðanakönnun um nafn á hið nýja sveitarfélag og fékk nafnið Borgarbyggð flest atkvæði eða 1.034 en næstflest atkvæði fékk nafnið Sveitarfélagið Borgarfjörður 628 atkvæði.
 
 
 

Share: