Nýverið kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð í kæru fasteignaeiganda í Borgarbyggð gegn sveitarfélaginu þar sem fasteignaeigandinn taldi að ekki hafi verið rétt staðið að álagningu sorpgjalda á árinu 2012.
Niðurstaða nefndarinnar var að Borgarbyggð beri að fella niður það sorpgjald sem lagt var á í upphafi árs 2012.
Úrskurðurinn hefur verið tekinn fyrir hjá byggðarráði og sveitarstjórn Borgarbyggðar og var samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir áliti frá lögfræðingum um túlkun og leiðbeiningar á því hvernig vinna beri úr úrskurðinum.
Vonir standa til að hægt verði að leggja fram umsagnir lögfræðinganna á næstu dögum og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um framhaldið.
Smellið hér til að sjá úrskurðinn í heild sinni.