Upplýsingar um stauralistaverkaleikinn – Barnamenningarhátíð OK

maí 9, 2023
Featured image for “Upplýsingar um stauralistaverkaleikinn – Barnamenningarhátíð OK”

Nú er tilvalið að fara út að leika. 

Krakkar í Grunnskólanum í Borgarnesi hafa í samstarfi við Önnu Siggu, myndmenntakennara skólans búið til listaverk sem sett hafa verið upp á valda ljósastaura í bænum. Á listaverkum krakkana má finna QR kóða sem hægt er að smella á með símtækjunum sínum og finna stafi. Stafirnir mynda orð og talnarunu.

Þessi stórskemmilegur leikur er tilvalinn samverustund fyrir alla fjölskyldan,  þ.e. finna þessa staura og stafina sem þeir hafa að geyma. Það er ekki eftir neinu að bíða en að hefja leika.

Spýturnar eru 46 talsins en sumar spýtur hafa enga stafi né tölustafi. Þegar leikmenn hafa fundið alla stafina á spýtunum þarf að mynda orð og talnarunu. Þegar hópurinn telur sig hafa fundið lausnarorðið má senda það inn ásamt upplýsingum um nafn og tölvupóst á netfangið listaskoli.borgarbyggd@gmail.com

Dregið verður úr innsendum lausnum á lokahátíðinni.

Bestu þakkir fá  Grunnskólinn í Borgarnesi.

Staurarnir eru á Borgarbrautinni, frá gatnamótum Kveldúlfsgötu, Skallagrímsgötu og Þorsteinsgötu!


Share: