Upplýsingar um opnun sundlauga í Borgarbyggð

maí 15, 2020
Featured image for “Upplýsingar um opnun sundlauga í Borgarbyggð”

Samkvæmt ákvörðun Sóttvarnarlæknis má opna sundlaugar þann 18. maí nk. en vegna framkvæmda dregst opnun sundlaugar í Borgarbyggð.  Opnunartímar eftir 18. maí -5. júní 2020 verða sem hér segir:

Sundlaugin í Borgarnesi

  • Innilaug opin frá kl. 06:00- 08:00 og kl. 14:00 22:00.
  • Fjöldi sundlaugagesta hverju sinni eru 25 manns og ber að virða tveggja metra regluna eins og mögulegt er.
  • Útilaug opnar þriðjudaginn 19. maí kl. 06:00-08:00 og kl. 19:00-22:00 en eingöngu fyrir fullorðna.
  • Fjöldi sundlaugagesta hverju sinni er 50 manns og ber að virða tveggja metra regluna eins og mögulegt er.
  • Lokað verður í potta og rennibrautir þar til í byrjun júní og verður það auglýst þegar nær dregur.

Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum

  • Opnunartími verður frá og með 23. maí kl. 09:00 – 18:00 alla daga.
  • Fjöldi sundlaugagesta hverju sinni er 50 manns og ber að virða tveggja metra regluna eins og mögulegt er.

Sundlaugin á Varmalandi

  • Opnunartími verður frá og með 30. maí kl. 09:00 – 18:00 alla daga.
  • Fjöldi sundlaugagesta hverju sinni er 50 manns og ber að virða tveggja metra regluna eins og mögulegt er.

 


Share: