Upplýsingamiðlun og samráð við íbúa

janúar 23, 2018
Featured image for “Upplýsingamiðlun og samráð við íbúa”

Fræðslu- og umræðufundur í Borgarbyggð

Hvernig er best fyrir sveitarfélag að koma upplýsingum á framfæri við íbúa? Hvaða tækifæri hafa íbúar til aðkomu að ákvörðunum sveitarfélagsins?

Þetta er til umræðu á fundi sem Borgarbyggð býður til, þriðjudaginn 30. janúar næstkomandi.

Fundurinn verður sambland af fræðslu og umræðum, þar sem allir hafa jafna möguleika á að taka þátt og stinga upp á umræðuefnum.

Tilefni fundarins er stefnumótun um upplýsingamiðlun og samráð við íbúa, sem nú er unnið að hjá Borgarbyggð.

Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI hefur umsjón með fundinum og mun hún segja frá hvað einkennir vel heppnað samráð við íbúa.

Eftir fundinn, mun upplýsinga- og lýðræðisnefnd, undir forystu Magnúsar Smára Snorrasonar, fjalla um það sem íbúar hafa fram að færa á fundinum og hafa til hliðsjónar við mótun stefnunnar.

Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, kl. 17.30 – 20.30, en á vegum Improve verkefnisins um nýsköpun í tæknidrifnum lausnum í opinberri stjórnsýslu, verður hægt að fylgjast með honum í gegnum Facebook síðu Borgarbyggðar. Veitingar verða í boði Borgarbyggðar.

 

 


Share: