Í samvinnu við heilsugæsluna stendur sveitarfélagið Borgarbyggð að uppeldisnámskeiði fyrir foreldra yngri barna. Námskeiðin hófust árið 2006 og hefur áhugi á þeim farið stigvaxandi.
Uppeldisnámskeiðið er samið af Miðstöð heilsuverndar barna og ber heitið „Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar“.
Það er í höndum Ásþór Ragnarssonar sálfræðings hjá sérfræðiþjónustu skóla og Dagnýjar Hjálmarsdóttur hjúkrunarfræðings sem bæði hafa réttindi sem leiðbeinendur á slíkum námskeiðum.
Skráning á námskeiðið er hafin í afgreiðslu ráðhúss Borgarbyggðar í síma 433 7100.
Mynd tekin úr námskeiðsgögnum Ásþórs Ragnarssonar.