
Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til.
Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, óháð því hvort viðkomandi sitji í ungmennaráði eða taki þátt í félagsstarfi fyrir. Markmiðið er að hvetja til aukinnar þátttöku í félags- og íþróttastarfi og styrkja líkamlega, andlega og félagslega heilsu ungs fólks.
Á dagskrá eru fjölbreyttar vinnustofur, hópefli, fræðsla og tengslamyndun. Þátttakendur fá tækifæri til að hitta fólk úr stjórnmálum og atvinnulífi, sem getur styrkt tengslanet þeirra til framtíðar. Lögð verður áhersla á að efla hæfni þátttakenda til þátttöku í nefndum, stjórnum, viðburðahaldi og öðrum verkefnum innan ungmennafélagshreyfingarinnar.
Skráning og helstu upplýsingar
-
Þátttökugjald: 15.000 kr. (innifalið: ferðir, gisting, fæði og ráðstefnugögn)
-
Rúta: Fer frá þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík á föstudegi og til baka á sunnudegi
-
Skráning: Opið til 8. september – smelltu hér til að skrá þig
-
Aldurstakmark: Þeir sem eru yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum
-
Ferðastyrkur: Hægt að sækja um styrk fyrir ferðakostnaði gegn kvittunun
Ráðstefnan er haldin með stuðningi frá Erasmus+.
Athugið að ráðstefnan er algjörlega laus við áfengi, rafsígarettur og nikótínvörur
Við hvetjum ungmenni frá Borgarbyggð að mæta og taka þátt