Sameiginlegur fundur ungmennaráðs Borgarbyggðar og sveitarstjórnar var haldinn síðastliðinn þriðjudag. Mörg brýn og spennandi mál voru rædd m.a. heimavist við menntaskólann, kvikmyndasýningar, hreinleiki vatns í grunnskólum, félagsaðstaða ungmenna, skólaakstur og fleira. Almenn ánægja var meðal allra fundarmanna með góðan og gagnlegan fund. Fundargerðina má lesa hér.