Unglingalandsmót UMFÍ 2016

júní 1, 2016
Featured image for “Unglingalandsmót UMFÍ 2016”

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina 28. júlí – 1. ágúst 2016. Vegna þess er boðað til íbúafundar í Hjálmakletti fimmtudaginn 23. júní og hefst fundurinn kl. 20.

Íbúafundinum er ætlað að upplýsa íbúana um þá þætti unglingalandsmótsins sem munu koma til að hafa áhrif á daglegt líf íbúanna meðan á móti stendur.

Seinast var unglingalandsmót í Borgarnesi 2010 og voru keppendur þá 1.700 og með aðstandendum voru um 13.000 manns voru í Borgarnesi mótsdagana. Er því um mikla lyftistöng að ræða fyrir samfélagið allt og mikilvægt að íbúar séu vel upplýstir til að mótið geti gengið sem best fyrir sig.

Allir velkomnir.


Share: