
Fjölskyldusvið Borgarbyggðar leitar að starfsmönnum til að halda utan um sumarnámskeið fyrir börn frá byrjun júní til byrjun júlí.
Um er að ræða tvö störf: umsjón sumarstarfs fyrir 7- 10 ára börn og umsjón sumarstarfs fyrir 11- 13 ára börn.
Skilyrði er að umsækjendur hafi reynslu af vinnu með börnum.
Launakjör eru skv. kjarasamningi Kjalar og launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 3. maí n.k.
Nánari upplýsingar veita Ásthildur Magnúsdóttir eða Hjördís Hjartardóttir í s: 4337100, netfang: asthildur@borgarbyggd.is eða hjordis@borgarbyggd.is.
Fjölskyldusvið Borgarbyggðar