Umsagnir vegna tillögu um breytingar á skólahaldi við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar

febrúar 13, 2024
Featured image for “Umsagnir vegna tillögu um breytingar á skólahaldi við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar”

Á 230. fundi fræðslunefndar Borgarbyggðar dags. 1. febrúar 2024 var lögð fram tillaga um að skólahald á Varmalandi myndi taka breytingum frá og með næsta hausti. Tillagan lýtur að því að á Varmalandi verði starfrækt grunnskóladeild frá 1. til 4. bekk að báðum bekkjardeildum meðtöldum.
Í því felst að frá og með haustinu 2024 myndu nemendur 5. til 10. bekkjar sækja skóla annað hvort í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum eða í Grunnskólann í Borgarnesi.
Fræðslunefnd óskar eftir umsögnum um tillöguna áður en málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi nefndarinnar sem fram fer 1. mars nk. Óskað er eftir því að í umsögn komi fram nafn, kennitala og netfang.
Umsagnir sendist á thjonustuver@borgarbyggd.is (Efni: Umsögn vegna tillögu um breytingar á Varmalandi)


Share: