Umræður grunnskólakennara í Borgarbyggð

mars 8, 2017
Featured image for “Umræður grunnskólakennara í Borgarbyggð”

Síðustu daga hafa farið fram umræður kennara í grunnskólum Borgarbyggðar um þær breytingar sem gerðar hafa verið á starfsumhverfi þeirra og vinnumati. Markmið samtalsins er að bæta og ná sátt um starf grunnskólakennara. Beina á sjónum að innra starfi skóla og þeim verkefnum sem grunnskólinn sinnir, tryggja að kennsla og undirbúningur séu forgangsverkefni í skólastarfi og létta álagi af kennurum þar sem við á. Byggir þessi vinna á bókun í kjarasamningi milli KI fyrir Félag grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Mikilvægt er að greina tækifæri til að gera kennarastarf eftirsóknarvert og að styðja við starfandi kennara. Starfshópur hefur verið skipaður með trúnaðarmönnum grunnskólakennara, skólastjórum grunnskóla, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og sveitarstjóra sem jafnframt leiðir starfshópinn. Starfshópurinn á að leggja fram tillögur sem bæti starfsumhverfi kennara við grunnskóla Borgarbyggðar. Einnig að forgangsraða verkefnum og greina álagsþætti í starfi kennara.


Share: