Umhverfisviðurkenningar 2016 – framlengdur frestur
Veittar verða umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð 2016 í eftirfarandi fjórum flokkum:
- Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði
- Besti frágangur lóðar við atvinnuhúsnæði
- Snyrtilegasta bændabýlið
- Sérstök viðurkenning umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar
Óskað er eftir tilnefningum í áðurnefndum flokkum og getur hver og einn sent inn margar tilnefningar.
Tilnefningar óskast sendar á skrifstofu Borgarbyggðar í bréfi eða tölvupósti á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en 24. ágúst 2016.