
Viðurkenningarnar að þessu sinni voru viðurkenningarskjal og einstaklega fallegir glerdiskar með mynd af viðkomandi stað og áletrun. Diskarnir voru unnir af listakonunni Ólöfu Sigríði Davíðsdóttir sem rekur Gallerý Brák í Brákarey. Henni til aðstoðar við fræsingu áletrunar á verkið var Halldór Vilberg Torfason.
Eftirtaldir hlutu umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar í ár.
Eigendur Glitstaða fyrir myndarlegasta býlið.
Eigendur Ferjukots fyrir snyrtilegustu lóð við íbúðarhúsnæði.
Eigendur garðyrkjubýlisins Varmalands fyrir snyrtilegustu lóð við atvinnuhúsnæði.
Eigendur Borgarbrautar 26 fyrir heildarmynd lóðar og húss sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd valdi án tilnefningar.
Mynd: Helgi Helgason.