Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2008 voru veittar á Sauðamessu

október 6, 2008
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar fyrir 2008 voru veittar að viðstöddu fjölmenni í Skallagrímsgarði í Borgarnesi laugardaginn 4. október. Afhending viðurkenninganna var í höndum formanns umhverfis- og landbúnaðarnefnar, Ingibjargar Daníelsdóttur sem flutti ávarp þar sem hún hvatti íbúa til að sýna gott fordæmi með góðri umgengni. Það voru konurnar í Öglu sem sáu um að að skoða garða, býli og fyrirtækjalóðir um allt sveitarfélag. Að því loknu lögðu þær fram tillögu til umhverfis- og landbúnaðarnefndar um hverjir ættu að hljóta viðurkenningarnar.

Viðurkenningarnar að þessu sinni voru viðurkenningarskjal og einstaklega fallegir glerdiskar með mynd af viðkomandi stað og áletrun. Diskarnir voru unnir af listakonunni Ólöfu Sigríði Davíðsdóttir sem rekur Gallerý Brák í Brákarey. Henni til aðstoðar við fræsingu áletrunar á verkið var Halldór Vilberg Torfason.

Eftirtaldir hlutu umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar í ár.

Eigendur Glitstaða fyrir myndarlegasta býlið.

Eigendur Ferjukots fyrir snyrtilegustu lóð við íbúðarhúsnæði.

Eigendur garðyrkjubýlisins Varmalands fyrir snyrtilegustu lóð við atvinnuhúsnæði.

Eigendur Borgarbrautar 26 fyrir heildarmynd lóðar og húss sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd valdi án tilnefningar.

 

Mynd: Helgi Helgason.

 

Share: